Tæknilausnir fyrir nútímaheimili

Föstudaginn 24. mars fór fram morgunverðarfundur um hönnun og tæknilausnir fyrir nútímaheimili. Fundurinn var samstarfsverkefni Advania, Sendiráðs Svíþjóðar í Reykjavík og Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins. Sænski frumkvöðullinn Jesper Kouthoofd hélt erindi um einstaka lausn sænska fyrirtækisins Teenageengineering en í henni felst stafrænt stjórnborð fyrir tónlistarstjórnun heimilisins. Ingi Björn Albertsson hjá Vodafone fjallaði um netvæðingu hluta (Iot) og sagði frá ógnunum og tækifærum sem tæknin boðar og Sigríður Heimisdóttir kynnti þróun og áherslur IKEA í hönnun og tækni fyrir framtíðarheimili heimsins.