Smart og snjallt – hönnun og tækni fyrir framtíðarheimili 24 .mars

Skráning á vef ADVANIA - Smelltu hér

Guðrúnartún 10

Morgunverðarfundur um hönnun og tæknilausnir fyrir nútímaheimili. Jesper Kouthoofd frá Teenageengineering kynnir stafrænt stjórnborð fyrir tónlistarstjórnun heimilisins og Sigríður Heimisdóttir frá IKEA fjallar um framtíðarsýn húsgagnarisans og hlutverk tæknilausna. Fundurinn er samstarfsverkefni Advania, Sendiráðs Svíþjóðar í Reykjavík og Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Dagsetning/tími: 24.03.2017 08:30
Lengd: 120 mínútur
Hámarksfjöldi þátttakenda: 300
Skráning hefst: 15.03.2017 09:00
Skráningu lýkur: 24.03.2017 09:00
Nánari lýsing:


Morgunverðarfundur um hönnun og tæknilausnir fyrir nútímaheimili. Jesper Kouthoofd frá Teenageengineering kynnir stafrænt stjórnborð fyrir tónlistarstjórnun heimilisins og Sigríður Heimisdóttir frá IKEA fjallar um framtíðarsýn húsgagnarisans og hlutverk tæknilausna. Fundurinn er samstarfsverkefni Advania, Sendiráðs Svíþjóðar í Reykjavík og Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins.  

Dagskrá:

8.00 - Húsið opnar

08:30 - Advania býður góðan dag - Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi

08:35 - Stafræna myndabyltingin að baki, hvað næst? Jesper Kouthoofd frá Teenageengineering ætlar að fjalla um stafrænt stjórnborð fyrir tónlistina á heimilinu og þær nýju leiðir sem fyrirtækið fer þegar kemur að hönnun og nálgun tæknilausna fyrir heimili. Jesper er þekktur fyrir framsýni og hefur unnið með fyrirtækjum á borð við Diesel og Norrlands Gull. Jesper er einn af stofnendum sænska hágæða fatamerkisins Acne en söðlaði nýlega um og stofnaði félagið Teenageengineering.

09:10 – Ikea tölvuvæðir heimilin, Sigríður Heimisdóttir hefur undanfarin ár starfað sem þróunarstjóri og iðnhönnuður hjá IKEA. Sænski húsgagnarisinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja þegar kemur að tæknivæðingu heimila og hefur samstæðan fjárfest í stórum verkefnum sem því tengjast. Sigríður ætlar að leyfa okkur að skyggnast inn í framtíðarsýn IKEA um tæknivæddari heimili. 

09:30 - Hvern stjórnar á þínu heimili? - TBA

10:00 - Fundarlok

Skráning á vef ADVANIA - Smelltu hér