Góður andi á haustsamkomu í Stokkhólmi

Það var góður andi á haustsamkomu Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins sem haldin var í embættisbústað sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan. 

Ásta Arnþórsdóttir, stjórnarmaður SÍV kynnti starfsemi ráðsins sem felst m.a. í því að stuðla að persónulegum samskiptum milli íslenskra og sænskra athafnamanna.

Með sendiherra á myndinni eru stjórnarmennirnir Ásta Arnþórsdóttir og Joakim Hörwing.