Fréttir & viðburðir

31.05.2017Sendiherra Íslands í Svíþjóð til viðtals

Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, verður til viðtals hjá Íslandsstofu fimmtudaginn 1. júní. Auk Svíþjóðar eru umdæmislönd sendiráðsins: Albanía, Kúveit, Kýpur og Sýrland.

29.03.2017Tæknilausnir fyrir nútímaheimili

Föstudaginn 24. mars fór fram morgunverðarfundur um hönnun og tæknilausnir fyrir nútímaheimili. Fundurinn var samstarfsverkefni Advania, Sendiráðs Svíþjóðar í Reykjavík og Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins.

16.03.2017Smart og snjallt – hönnun og tækni fyrir framtíðarheimili 24 .mars

Morgunverðarfundur um hönnun og tæknilausnir fyrir nútímaheimili. Jesper Kouthoofd frá Teenageengineering kynnir stafrænt stjórnborð fyrir tónlistarstjórnun heimilisins og Sigríður Heimisdóttir frá IKEA fjallar um framtíðarsýn húsgagnarisans og hlutverk tæknilausna. Fundurinn er samstarfsverkefni Advania, Sendiráðs Svíþjóðar í Reykjavík og Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins.

13.03.2017Fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði afnumin

Sænsk-íslenska viðskiptaráðið vekur athygli á tilkynningu fjármálaráðuneytisins um afléttingu hafta. Öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Þótt höftin hafi verið nauðsynleg hefur hlotist talsverður kostnaður af þeim, sérstaklega til lengri tíma litið. Fyrst um sinn höfðu þau töluverð áhrif á daglegt líf fólks. Atvinnulífið hefur einnig þurft að glíma við takmarkanir á fjárfestingu í erlendri mynt og skilaskyldu gjaldeyris. Einkum hefur það komið sér illa fyrir fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum og sprotafyrirtæki. Þá hefur höftunum fylgt umsýslukostnaður og ýmis óbeinn kostnaður.

29.11.2016Góður andi á haustsamkomu í Stokkhólmi

Það var góður andi á haustsamkomu Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins sem haldin var í embættisbústað sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan.Ásta Arnþórsdóttir, stjórnarmaður SÍV kynnti starfsemi ráðsins sem felst m.a. í því að stuðla að persónulegum samskiptum milli íslenskra og sænskra athafnamanna.